Fréttir

Knattspyrna | 1. nóvember 2004

Af Húsanesmótinu

Laugardaginn 23. október fór Húsanesmót 5. flokks kvenna fram í Reykjaneshöllinni.  Keppt var í A-, B-, C- og D-liðum.  Þátttakendur voru um 120 stelpur frá fjórum félögum.  Leiknir voru 45 leikir í mótinum og mörkin sem litu dagsinns ljós urðu 237.  Í mótslok og eftir verðlaunaafhendingu gæddu stelpurnar sér síðan á pizzu og gosi.  Stjarnan úr Garðabæ var sigursæl á mótinu og sigraði í keppni A-, B- og C-liða en Haukar sigruðu hjá D-liðum.