Af innanhússmótinu
Keflavíkurliðinu tókst ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu um síðustu helgi en þá fór Íslandsmótið fram í Laugardalshöll. Liðið varð í öðru sæti í sínum riðli og komst í 8-liða úrslit en féll þá úr keppni gegn Val. Valsliðið komst síðan í úrslitaleikinn en tapaði þar gegn Völsungi.
Úrslit leikja hjá Keflavík:
Keflavík - ÍA: 4-6
Keflavík - Fylkir: 3-1
Tindastóll - Keflavík: 2-10
Valur-Keflavík: 4-1