Fréttir

Knattspyrna | 12. janúar 2004

Af innimóti 4. flokks

4. flokkur kvenna lék í gær 10. janúar á Íslandsmóti innanhúss.  Spilað var í íþróttahúsinu í Keflavík.  Stelpurnar stóðu sig mjög vel, töpuðu til að mynda ekki leik og fengu aðeins tvö mörk á sig.  Samt dugði það ekki til að vinna riðillinn.

Keflavík og Haukar unnu alla sína leiki fyrir utan innbyrðis viðureignina sem endaði með jafntefli 1-1 þar sem gestirnir jöfnuðu er um mínúta var eftir af leiknum.  Bæði lið enduðu með 13 stig en Haukar fóru áfram á betri markatölu.

Úrslit leikja hjá okkar stelpum:
Keflavík - Þróttur V.: 7-0 (Íris Björk Rúnarsdóttir 3, Fanney Kristinsdóttir 2, Eyrún Ósk Magnúsdóttir, Sveindís Þórhallsdóttir)
Keflavík - ÍA: 2-0 (Freyja Marteinsdóttir, Sigurbjörg Auðunsdóttir)
Keflavík - FH: 2-0 (Freyja Marteinsdóttir, Laufey Ósk Andrésdóttir)
Keflavík - Haukar: 1-1 (Íris Björk Rúnarsdóttir)
Keflavík - Víðir/Reynir: 3-1 (Guðrún Ólöf Olsen 2, Fanney Kristinsdóttir)

3. flokkur kvenna mun síðan spila sunnudaginn 18,janúar í Íslandsmótinu.  Spilað verður í Fylkishöll í Árbænum og hefst keppnin kl. 9:00.