Af Intrum Justitia-móti 7 .flokks
Laugardaginn 18. nóvember fór fram í Reykjaneshöllinni Intrum Justitia-mótið í 7. flokki. Mótið fór þannig fram að yngra árið lék fyrir hádegi og eldra árið eftir hádegi. Þetta fyrirkomulag gladdi foreldra mikið því nú þurfti ekki að verja öllum deginum í höllinni. Þetta þýddi líka að mun styttri biðtími var á milli leikja. Spilað var í fimm deildum sem báru nöfnin Argentíska, Brasilíska, Enska, Spænska og Þýska deildin. Það voru 41 lið frá níu félögum sem skráðu sig á mótið og komust færri að en vildu. Um 400 keppendur tóku þátt og var oft hart barist og ekkert gefið eftir. Oft sáust glæsileg tilþrif og eins skondin atvik sem gleðja augað. Þjálfurum og liðsstjórum liðanna bar öllum saman um að mótið hafi farið einstaklega vel fram og hældu þeir dómurum í hástert en það voru drengir í 3. flokki sem sáu um að dæma. Einnig var mikil ánægja með að allar tímasetningar stóðust nákvæmlega. Í mótslok var síðan pizza og gos og þá gaf Intrum Justitia öllum keppendum og starfsmönnum mótsins sundpoka. Unglingaráð knattspyrnudeildar og foreldrafélag 7. flokks þakka Intrum Justitia kærlega fyrir samstarfið.
Sigurvegarar í deildunum urðu:
Argentíska deildin: Stjarnan
Brasilíska deildin: FH
Enska deildin: Grindavík
Spænska deildin: Stjarnan
Þýska deildin: Grindavík