Fréttir

Knattspyrna | 23. desember 2003

Af jólagleði yngri flokka

Jólagleði yngri flokka Keflavíkur fór fram í Reykjaneshöllinni s.l. föstudag. Yngri hópurinn lék frá kl. 13:30 - 15:30, en það voru krakkar í 5. og 6. flokki pilta ásamt stúlkum úr 4. og 5. flokki. Eldri hópurinn, 3. og 4. flokkur pilta og 3. flokkur stúlkna, lék strax á eftir. Hver þátttakandi lék 4 leiki og fékk stig að leikjunum loknum, fyrir sigur fengust 20 stig, fyrir jafntefli fengust 10 stig og tap gaf ekkert stig. Að auki fékkst eitt stig fyrir hvert mark sem skorað var. Að loknum hverjum leik var skipt að nýju í lið. Leikmenn meistaraflokks léku með krökkunum og fannst krökkunum mikið til þess koma. Því miður fengust ekki nema fimm meistaraflokksmenn til að mæta en þeir sem mættu eiga mikið hrós skilið fyrir framlag sitt og ber þeim gott vitni. Jóhann Birnir Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Haraldur Guðmundsson og Zoran Daníel Ljubicic spiluð leikina og afhentu verðlaun að keppni lokinni. Magnús Sverrir Þorsteinsson var ekki leikfær sökum meiðsla en hann heiðraði krakkana með nærveru sinni við verðlaunaafhendinguna. Vítaspyrnukeppni var haldin í lokin og í markinu stóð markvörður meistaraflokks Keflavíkur, Magnús Þormar.
Verðlaun dagsins voru pizzuveislur frá Langbest ásamt flugeldapökkum frá K-Flugeldum.

Úrslit dagsins urðu sem hér segir hjá yngri hópnum:
Stigakeppni pilta (59 keppendur):
1. Daníel Gylfason 112 stig
2. Pálmar Sigurpálsson 104 stig
3. Brynjar Sigurðsson 102 stig
4. Aron Ingi Valtýrsson 101 stig
5. Eyþór Guðjónsson 96 stig
6. Sigurbergur Elísson 96 stig
7. Gylfi Þór Ólafsson 89 stig
8. Njáll Skarphéðinsson 87 stig
9. Sævar Eyjólfsson 84 stig
10. Viktor Smári Hafsteinsson 82 stig

Stigakeppni stúlkna (34 keppendur):
1. Arna Lind Kristinsdóttir 98 stig
2. Ólína Björnsdóttir 89 stig
3. Guðbjörg Ægisdóttir 80 stig
4. Guðrún Ólöf Olsen 75 stig
5. Heiða Helgudóttir 74 stig
6. Íris Rúnarsdóttir 69 stig
7. Elsa Dóra Hreinsdóttir 67 stig
8. Ingibjörg Ásgeirsdóttir 59 stig
9. Aldís Helga Rúnarsdóttir 58 stig
10. Jenný Þorsteinsdóttir 57 stig

Vítakóngur: Baldur Guðjónsson
Vítadrottning: Laugey Ósk Andrésdóttir
Skemmtilegasti búningurinn: Árni Freyr Ásgeirsson
Flippaðasta hárið: Blær Elíasson

Úrslit dagsins urðu sem hér segir hjá eldri hópnum:
Stigakeppni pilta (50 keppendur):
1. Magnús Þórir Matthíasson 97 stig
2. Garðar Eðvaldsson 96 stig
3. Einar Orri Einarsson 89 stig
4. Stefán Lynn 83 stig
5. Devin 80 stig
6. Bergþór Árni Pálsson 77 stig
7. Fannar Óli Ólafsson 76 stig
8. Guðmundur A. Gunnarsson 76 stig
9. Sindri Þrastarson 76 stig
10. Hákon Stefánsson 75 stig

Stigakeppni stúlkna (12 keppendur):
1. Birna Ásgeirsdóttir 54 stig
2. Guðmunda Gunnarsdóttir 53 stig
3. Sonja Sverrisdóttir 53 stig
4. Helena Þórólfsdóttir 50 stig
5. Andrea Frímannsdóttir 50 stig
6. Anna Rún Jóhannsdóttir 50 stig

Vítakóngur: Bjarki Þór Frímannsson
Vítadrottning: Ingibjörg Sesselja Björnsdóttir
Skemmtilegasti búningurinn: Davíð Þór Þorsteinsson (klæddist svörtum Keflavíkurbúningi frá 1967)
Flippaðasta hárið: Haraldur Bjarni Magnússon

Hér koma svo nokkrar myndir frá jólagleðinni. Því miður voru þó nokkrar myndir skemmdar og því ekki til myndir af öllum verðlaunahöfum.

GLEÐILEG JÓL!!


Fríður og föngulegur hópur.....hver öðrum fallegri!

 
Magnús Þórir Matthíasson sigurvegari í stigakeppni ELDRI.

 
Flippaðasta hárið !  Ekki spurning !  Haraldur Bjarni Magnússon.

 


Þessir eru glæsilegir, gæti Guðni Friðrik (lengst til vinstri) verið að hugsa. 
En þessir þrír piltar þóttu bera af í klæðaburði hjá yngri hópnum. 
Frá vinstri: Brynjar Sigurðsson, Árni Freyr Ásgeirsson og
Pálmar Sigurpálsson.


Arnþór, Elías Már, Viktor Smári, Daníel og Guðni Már.


ÁFRAM LIVERPOOL!


Flottir bræður með hárið út í loftið! 
Andri Þór Unnarsson og Unnar Már Unnarsson.


Árni Freyr Ásgeirsson var léttklæddur og var verðlaunaður fyrir
"skemmtilegasta búninginn" hjá yngri hópnum.  Hér er Árni ásamt Jóhanni
B. Guðmundssyni og Hólmari Erni Rúnarssyni.


Sigurvegararnir hjá yngri hópnum, Daníel Gylfason og Arna Lind
Kristinsdóttir ásamt Jóa B. og Bóa.


Hmmmmmmmm!


Arnþór Elíasson, Guðmundur Auðunn, Þórarinn Gunnar,
Sindri Þrastarson og Stefán Geirsson.


Stefán Geirsson, Sindri Björnsson og Haraldur Magnússon með stórgóðan
hárstíl enda fékk hann titilinn "flippaðasta hárið" í eldri hópnum. 
Til hliðar við Harald eru Gylfi Þórðarson og Andri Helgason


Unglingaráðskapparnir Ómar Ingimarsson og Skyrgámur Sigvaldason!


Sigrún, Sonja og Anna Rún.


Það var oft hart tekist á........
en er þetta ekki full mikið af því góða?!


Alltaf jafn gaman að hitta Sveinka!


Magnús Þormar, markvörður meistarflokks, stóð vaktina í markinu í
vítaspyrnukeppninni hjá eldri hópnum.


Brasilía, KR og Liverpool.  Góð blanda!


Það eru ekki allir sem vilja láta taka mynd af sér!


Vilhjálmur Cross Birnisson og Hafsteinn Barkarson sitja í sárum sínum
eftir að hafa dottið úr leik í vítaspyrnukeppninni.


Sonja Sverrisdóttir sem fékk aukaverðlaun er hér ásamt vítakóngnum
Bjarka Þór og þeim Haraldi og Zoran.



Vítadrottning í eldri hópnum Ingibjörg Sesselja Björnsdóttir ásamt
Haraldi Guðmundssyni og Zoran Daníel Ljubicic.


Stigahæsta stúlkan í eldri hópnum Birna Ásgeirsdóttir ásamt Magnúsi
Sverri Þorsteinssyni sem afhenti henni verðlaunin.