Fréttir

Knattspyrna | 31. desember 2009

Af jólagleði yngri flokka

Árleg jólagleði yngri flokka Keflavíkur fór fram í Reykjaneshöll þann 18. desember. Þar var jólaskapið ríkjandi og mættu börnin í skemmtilegum búningum og einnig var hárgreiðsla margra ansi skrautleg.  Veitt voru verðlaun fyrir búninga, hárgreiðslu sem og fyrir sigur í fótboltamótinu. Leikmenn m.fl. karla og kvenna mættu og spiluðu með börnunum og sáu svo um að afhenda verðlaun í mótslok.  Meistaraflokksleikmennirnir sem mættu eiga heiður skilið fyrir að mæta og gefa þannig af sér til yngri kynslóðarinnar.   Einn af hápunktum dagsins var vítaspyrnukeppnin en þar stóð Ómar Jóhannsson markvörður meistaraflokks á milli stanganna í heldur óvanalegum klæðnaði.  Spurning hvort þetta sé nýi markmannsbúningurinn fyrir næsta tímabil?   Verðlaun dagsins voru gefin af Langbest og Flugeldasölu Knattspyrnudeildar Keflavíkur.  Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá jólagleðinni.


Ómar Jóhannsson ásamt vítadrottningunni Hafdísi Fanney Guðlaugsdóttur og vítakónginum Björgvini Leó Ómarssyni.


Sigurvegari í piltaflokki í fótboltamótinu var Samúel Traustason sem er hér ásamt Guðmundi Steinarssyni.


Sigurvegari í stúlknaflokki í fótboltamótinu var Hafdís Fanney Guðlaugsdóttir sem er hér ásamt Nínu Ósk Kristinsdóttur.


Tinna Björk Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir "Athyglisverðasta hárið".


Sindri Snær Sölvason fékk viðurkenningu fyrir "Flippaðasta hárið".


Eiríkur Beck fékk viðurkenningu fyrir "Flottasta hárið".


Haukur Ingi Júlíusson fékk viðurkenningu fyrir "Flippaðisti búningurinn".


Auður Erla Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir "Flottasta búninginn".


Birgitta Hallgrímsdóttir var dregin út og fékk aukaverðlaun.


Stefán Ingiþórsson fékk einnig aukaverðlaun


Allir verðlaunahafar dagsins ásamt leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna.


Sumum fannst heldur heitt í Reykjaneshöllinni!


Afslöppun.


Þjálfararnir Elli, Óskar og Unnar.


Róleg stund á milli leikja.


Hárprýði.


Jóla hvað ??


Liverpool vs. Barca.


Klæðnaður var mjög fjölbreyttur og skemmtilegur hjá börnunum.


Með hárið í topp málum :-)


Ómar tilbúin að verja víti.


Ómar "Bin Laden" í fullum skrúða.


Þreyttir eftir erfiðan dag. Bjarni Hólm, Magnús Þór, Guðjón Árni og Gummi Steinars.