Af kvennaboltanum
Nú eru allir yngri flokkar kvenna komnir í jólafrí og hefjast æfingar ekki aftur fyrr en 3. janúar 2003. Þó munu kvennaflokkarnir taka þátt í jólamóti Breiðabliks og HK sem spilað verður á milli jóla og nýárs.
Föstudagur 27. des.
6. flokkur spilar í Digranesi og hefst mótið kl. 13:30. Í riðlinum eru Keflavík, Breiðablik, FH, Haukar, HK og Selfoss.
Föstudagur 27. des.
4. flokkur spilar í Fífunni (Kópavogshöllinni) og hefst mótið kl. 9:00 í keppni B-liða. Riðillinn: Keflavík, HK, UMF Bessastaðir, Haukar, Breiðablik.
Keppni A-liða hefst kl. 12:30. Þar leika saman Keflavík, Breiðablik, Stjarnan og FH
Mánudagur 30. des.
5. flokkur spilar í Fífunni og hefst keppni kl. 9:00. Þar leika Keflavík, Breiðablik, HK og Stjarnan.
Mánudagur 30. des.
3. flokkur spilar einnig í Fífunni og hefst keppni kl. 15:00
B-lið: Keflavík, Breiðablik, Fjölnir 1 og 2, Haukar, HK og Ægir.
A-lið: Keflavík, Breiðablik, FH, Fjölnir, Haukar, HK og Selfoss.