Af kvennaflokkunum í Faxaflóamótinu
3. flokkur kvenna lék í gær gegn HK í Fífunni. Keflavík sigraði í leiknum 3-2 og má segja að heimastúlkur hafi sloppið ansi vel með þau úrslit. Leikurinn byrjaði nokkuð vel og réðum við gjörsamlega gangi leiksins í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 3-0 en mörkin hefðu getað verið fimm eða sex. Í seinni hálfleik gerðust stelpurnar full kærulausar og voru búnar að fá á sig tvö mörk um miðjan hálfleikinn en þær náðu að halda þetta út og hirða stigin þrjú. Þá létu þær dómarann fara í pirrurnar á sér sem var kannski ekki skrítið þar sem við vorum ekkert að fá í leiknum. T.d. yfirsáust honum einar fjórar vítaspyrnur sem við áttum að fá í leiknum, svo augljósar voru þær að HK stelpurnar skildu ekki heldur hvernig hægt var að loka augunum fyrir þessu. Látum það vera að loka báðum augum fyrir eina spyrnu en fjórar spyrnur, common!
3. flokkur kvenna:
HK - Keflavík: 2-3 (Helena Rós Þórólfsdóttir 2, Andrea Frímannsdóttir)
4. fl kvenna lék á laugardag gegn liði Breiðabliks á malarvellinum við Vallargerði, leikið var bæði í A- og B-liðum. Leikur A-liðana var mjög jafn og hefði jafntefli verið réttlát úrslit miðað við hvernig leikurnn spilaðist. En það er ekki spurt hvað er réttlátt og hvað ekki, Breiðablik skoraði eina mark þessa leiks og urðu því sigurvegarar. Okkar stelpur voru að spila nokkuð vel í leiknum og áttu skilið að fá eitthvað út úr honum. B-liðið sigraði sinn leik 2-1 og hefði sigurinn getað orðið eitthvað stærri ef færin hefðu nýst okkur sem þau gerðu ekki og við það sat. Það var eins í þessum leik og leiknum á undan; stelpurnar eru að gera vel úti á vellinum en þegar nær dregur marki andstæðigsinns eru þær ekki að klára en þetta kemur líka fyrir hjá bestu liðum heims. Gerum betur næst. 4. flokkur leikur sinn síðasta leik í Faxaflóamótinu á miðvikudaginn kemur 10. nóvember gegn FH í Reykjaneshöllinni, A-liðið spilar kl.17:00 og B-liðið kl.18:00.
4. flokkur kvenna, A-lið:
Breiðablik - Keflavík: 1-0
4. flokkur kvenna, B-lið:
Breiðablik - Keflavík: 1-2 (Berta Björnsdóttir, Guðrún Ólöf Olsen)