Af líðan heimasíðunnar
Eins og dyggir lesendur heimasíðunnar (sem eru vonandi einhverjir) hafa kannski tekið eftir hafa orðið nokkrar breytingar á útliti síðunnar, einkum varðandi fréttirnar, og þær gætu orðið meiri á næstunni. Breytingarnar voru gerðar um leið og vefumsjónarkerfið sem síðan notast við var uppfært. Ný útgáfa kerfisins, ConMan 2.0 frá Dacoda, gerir alla uppfærslu á síðunni mun auðveldari, einkum varðandi myndir og vinnslu þeirra. Vonandi verður þetta til þess að síðan verði öflugri í framtíðinni, sérstaklega fyrir næsta keppnistímabil sem verður örugglega spennandi fyrir Keflavík sem snýr þá aftur í úrvalsdeild eftir stutt stopp í næstefstu deild í sumar. Að sjálfsögðu er ætlunin að stuðningmenn og aðrir geti fylgst með liðinu á heimasíðunni í allan vetur, t.d. varðandi leikmannamál, æfingaleiki o.fl. Við minnum á að athugasemdir, leiðréttingar og hugmyndir varðandi síðuna má senda umsjónarmanni hennar á gudmann@visir.is.