Af úrslitaleik 3. flokks
Þá er úrslitaleik Faxaflóamótsins í 3. flokki á milli Keflavík 2 og GRV lokið með sigri GRV 4-0. Keflavík byrjaði leikinn nokkuð vel og voru betri aðilinn fyrsta hálftímann án þess að skapa sér veruleg færi. Þær hefðu þó getað sett inn eitt mark. Á þessum tíma var vörnin að spila glimrandi vel en að lokum gaf einbeitingin eftir og heimamenn náðu að skora og bættu við öðru fyrir hlé, staðan 2-0 heimastúlkum í vil. Í seinni hálfleik fór þreytan að segja til sín. Rok og rigning, völlurinn blautur og háll. Stelpurnar voru greinilega ekki vanar svona veðráttu enda ekki fengið að stiga á grasblett til æfinga það sem af er sumri. En um miðjan seinni hálfleik tókum við áhættu og fórum framar a völlinn og settum fjórar í framlínuna á kostnað varnarinnar. Enda breytti engu hversu stórt tapið yrði ef við töpuðum á annað borð, við urðum að skora. Þetta gekk ekki eftir og úr tveimur skyndisóknum náðu heimastúlkur að bæta við tveimur mörkum, lokastaðan 4-0. Þrátt fyrir þetta tap er svo sannarlega vel hægt að hrósa stelpunum fyrir sinn leik, baráttan var virkilega góð og allar gáfu sitt að fullu í leikinn. Að lokum óskum við GRV til hamingju með Faxaflóameistartitilinn.
Lið Keflavíkur í þessum leik var skipað: Zohara, Jóna, Kristín, Matthildur, Laufey, Anna Rún, Fanney, Bagga, Helena Rós, Andrea, Guðrún Ólöf, Ólína Ýr, Sveindís, Berta. Allar tóku þátt í leiknum.