Af vallarmálum - mánuður í mót
Nú styttist óðum í Íslandsmótið en mótið hjá körlunum hefst fyrr en venjulega eftir að U-21 árs landsliðinu varð það á að komast í úrslit á stórmóti. Fyrsti leikur okkar manna verður á heimavelli gegn Stjörnunni mánudaginn 2. maí eða eftir nákvæmlega einn mánuð. Nokkuð hefur verið rætt um ástand leikvalla miðað við hve snemma mótið byrjar í ár. Völlurinn okkar er á góðri leið og ef allt gengur samkvæmt áætlun verður hann orðinn vel leikfær eftir mánuð. Lykilatriði í því ferli er hitakerfið undir grasinu en á fimmtudaginn var vatni hleypt á það og þar rennur nú 17° heitt vatn. Myndirnar hér að neðan voru einmitt teknar sama dag og þó völlurinn sé ekki alveg iðagrænn verður hann það vonandi þegar fyrsti leikdagur sumarsins rennur upp.