Afmælisbarn dagsins...
Það er skammt stórra högga á milli hjá fyrirliða Keflavíkurliðsins, Guðmundi Steinarssyni. Um helgina var hann útnefndur besti leikmaður Landsbankadeildar karla og í dag er komið að enn einu afrekinu en drengurinn á afmæli! Guðmundur er fæddur 20. október 1979 og eftir því sem við komumst næst er hann því 29 ára í dag. Við sendum Guðmundi hamingjuóskir í tilefni dagsins og beinum því til stuðningsmanna Keflavíkur að þeir smelli á hann afmæliskossi hvar sem þeir rekast á Guðmund í dag.