Fréttir

Knattspyrna | 13. október 2003

Afmælismót í Garðinum

Um helgina fór fram innanhússmót í knattspyrnu í Garðinum; tilefnið var 10 ára afmæli íþróttamiðstöðvarinnar á staðnum.  Liðin af Suðurnesjum öttu með sér kappi og fór svo að Keflavík sigraði með 10 stig en Reynismenn höfnuðu í öðru sæti með 7 stig.  Úrslit leikja hjá Keflavíkurliðinu urðu þessi:

Keflavík - Reynir:  8-4
Keflavík - Njarðvík:  4-2
Keflavík - Víðir:  5-4
Keflavík - Grindavík:  2-2