Fréttir

Knattspyrna | 10. mars 2009

Afmælisvika hjá markmönnum

Það hefur verið nóg að gera hjá markmönnunum okkar undanfarið.  Í dag, 10. mars, er Árni Freyr Ásgeirsson 17 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann m.a. verið á bekknum hjá meistaraflokki.  Ómar Jóhannsson átti hins vegar afmæli á dögunum og er heldur eldri en Ómar varð 28 ára þann 2. mars.  Ómar er með heldur lengri feril að baki en Árni og hefur leikið 105 deildarleiki, 13 bikarleiki og 9 Evrópuleiki fyrir Keflavík.  Við óskum þeim piltum til hamingju með afmælin.  Enn einn markmaðurinn okkar, Magnús Þormar, var svo að skrifa undir nýjan samning en hann á ekki afmæli fyrr en í apríl.


Árni og Ómar með Rajko markmannsþjálfara.