Fréttir

Knattspyrna | 6. ágúst 2004

Áfram í bikarnum

Keflavík komst í undanúrslit VISA-bikarsins með 1-0 sigri á liði Fylkis í Árbænum í gær.  Það var Þórarinn Kristjánsson sem skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu eftir frábæran undirbúning hjá Scott og Jónasi.  Skömmu áður hafði Björgólfur Takefusa verið rekinn af velli. 

Dregið verður í undanúrslitin í hádeginu í dag en undanúrslitaleikirnir fara fram á Laugadalsvelli 25. og 26. september.  Þá verða Keflavík, KA, FH og HK í pottinum.


Ingvi Rafn í baráttunni í leiknum.
(Mynd: Þorgils Jónsson /
Víkurfréttir)