Fréttir

Knattspyrna | 18. maí 2009

Áfram Keflavík í 90+

Í kvöld, mánudagskvöld, mæta Keflvíkingar liði Valsmanna á Sparisjóðsvellinum í Pepsí-deildinni og hefst leikurinn kl. 19:15.  Þessi leikur hefur mikið að segja fyrir bæði lið.  Liðin eru  með þrjú stig eftir tvær umferðir.  Keflavík tapaði illa fyrir Fylkir í síðasta leik og nú er kominn tími að spýta í lófana.  Ég veit að strákarnir eru klárir í þennan leik sem og öll liðstjórnin.  Stuðningur fólksins í bænum skiptir miklu fyrir liðið og er frábært að eiga svona stuðningsmenn.  Að hafa og eiga góða stuðningsmenn sem öskra sig hása og hvetja liðið í 90+ mínútur er frábært og það eru fá (ef nokkur) lið á landinu sem eiga eins öfluga stuðningsmenn og við.  Við ætlumst til þess að heimavöllurinn okkar sé gryfja og að liðin sem heimsækja okkur finni hressilega fyrir því... við erum jú öll sammála um það og látum verða að því.

Við sjáumst á vellinum í kvöld, í rjómandi blíðu vonandi og hvetjum strákana eins mikið og við getum þangað til dómarinn blæs lokaflautið.

Áfram Keflavík!

Jón Örvar Arason,
Keflavik FC