Fréttir

Knattspyrna | 5. október 2006

Áfram með PUMA

Knattspyrnudeild Keflavíkur og TÓ ehf. hafa gert nýjan samstarfssamning en Keflavík hefur leikið í PUMA-búningum frá fyrirtækinu undanfarin þrjú keppnistímabil.  Samningurinn er til þriggja ára og TÓ ehf. verður því áfram einn helsti samstarfsaðili Knattspyrnudeildar.  Allir flokkar Keflavíkur munu leika í búningum frá PUMA eins og undanfarin ár.  Samstarfið hefur gengið mjög vel og Knattspyrnudeild og TÓ er því sönn ánægja að framlengja það til næstu þriggja ára.


Rúnar Arnarson, formaður Knattspyrnudeildar, og Tómas Torfason, framkvæmdastjóri TÓ ehf.
(Mynd frá
Víkurfréttum)