Fréttir

Knattspyrna | 27. júlí 2009

Áfram samstarf við Vífilfell

Knattspyrnudeild Keflavíkur og Vífilfell framlengdu á dögunum samstarfssamning sinn um fjögur og hálft ár.  Þetta eru ánægjulegar fréttir enda hefur fyrirtækið um árabil verið einn helsti styrktaraðili Keflavíkur og hefur samstarfið verið mjög árangursríkt og ánægjulegt.  Það þarf ekki að kynna Vífilfell en fyrirtækið framleiðir ýmsar vinsælar drykkjarvörur, svo sem gosdrykki, orkudrykki, safa, vatnsdrykki og fleira.  Það voru Július Ingi Jónsson frá Vífilfelli og Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildarinnar, sem undirrituðu samninginn.

Myndir: Jón Örvar