Afsökunarbeiðni frá knattspyrnudeild Stjörnunnar til allra Keflvíkinga
Knattspyrnudeild Stjörnunnar harmar mjög framkomu nokkurra stuðningsmanna Stjörnunnar þar sem óverðskulduð orð voru látin falla í garð Keflvíkinga af þröngum hópi stuðningsmanna Stjörnunnar í leik liðanna í Keflavík í gær.
Ungmennafélag Stjörnunnar er þekkt fyrir heiðarleika og viljum við halda því orðspori.
Við munum taka mjög fast á þessum málum til þess að tryggja það að þetta komi ekki fyrir aftur.
Fyrir hönd knattspyrnudeildar Stjörnunnar vil ég biðja Keflvíkinga innilega afsökunar á ofangreindri framkomu.
Megi ungmennafélagsandinn svífa yfir vötnum.
Gangi ykkur vel.
Virðingafyllst,
Einar Einarsson
rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar.
Knattspyrnudeild Keflavíkur hafði áður sent frá eftirfarandi yfirlýsingu:
Knattspyrnudeild Keflavíkur harmar framkomu stuðningsmanna Stjörnunnar á leik Keflavíkur og Stjörnunnar mánudaginn 1. júní. Eins og sést hér að neðan sem er textalýsing á fotbolti.net eru þau orð sem höfð voru um Hauk Inga og hans fjölskyldu ekki höfð eftir þar sem þau voru skelfileg og algjörlega úr takt við allt sem heyrist á kvattspyrnuvöllum og er stuðningsmönnum og öllum Stjörnumönnum til skammar. Við viljum hvetja alla stuðningsmenn til að hvetja sín lið á jákvæðan hátt og útrýma svona DÓNASKAP.
Tekið af fotbolti.net
20.41: Stuðningsmenn Stjörnunnar syngja býsna dónalegan söng til Hauks Inga Guðnasonar sem ekki verður hafður eftir hérna, en hann var býsna grófur og án alls vafa neðan beltisstaðar.
f.h. stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur,
Þorsteinn Magnússon formaður