Fréttir

Aftur jafnt á heimavelli
Knattspyrna | 3. júní 2014

Aftur jafnt á heimavelli

Keflavík og Fjölnir skildu jöfn þegar liðin mættust í 6. umferð Pepsi-deildarinnar.  Annan leikinn í röð varð niðurstaðan 1-1 jafntefli á á Nettó-vellinum.  Það var Hörður Sveinsson sem kom Keflavík yfir á 68. mínútu leiksins en Christopher Tsonis jafnaði undir lokin.

Eftir leikinn er Keflavík í 3.-4. sæti deildarinnar með 11 stig stig eftir sex leiki.

Næsti leikur er útileikur gegn Fram í Pepsi-deildinni en hann verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 10. júní kl. 19:15.

Leikskýrsla á KSÍ.is

Myndir frá leiknum

  • Þetta var fimmti leikur Keflavíkur og Fjölnis í efstu deild og annað jafntefli liðanna.  Keflavík hefur unnið tvo leiki en Fjölnir einn.  Markatalan er 10-8 fyrir Keflavík.
     
  • Hörður Sveinsson gerði þriðja mark sitt í sumar og 45. mark sitt í efstu deild í 134 leikjum.
     
  • Hörður lék sinn 150. deildarleik en sá fyrsti kom árið 2001.  Þar af eru 134 leikir í efstu deild og mörkin eru 45 en Hörður lék á sínum tíma 16 leiki í B-deildinni og skoraði þar þrjú mörk.
     
  • Keflavík lék sinn fjórða heimaleik í röð í deildinni.  Það hefur reyndar einu sinni gerst áður en árið 1968 lék Keflavík fjóra leiki í röð á heimavelli sínum sem þá var Njarðvíkurvöllur.

Myndir: Jón Örvar Arason og Eygló Eyjólfsdóttir