Aftur tap hjá 2. flokki
Í gærkvöld spilaði 2. flokkurinn á móti HK. Fyrir leikinn var HK í sjötta sæti en Keflavík í því sjöunda, jöfn að markatölu en HK með hagstæðara markahlutfall. Leikurinn hófst með góðum sóknarleik af hálfu Keflvíkinga. Með öruggu spili náðu þeir að ógna HK-markinu nokkrum sinnum fyrstu mín. Á 9. mínútu kom fyrsta mark leiksins og voru það HK-strákar sem skoruðu, þvert gegn gangi leiksins. Fyrri hálfleikurinn leið hægt enda fór hann aðallega fram á miðjunni. Í seinni hálfleik nýttu HK-menn öll færi sín í leiknum og settu þrjú mörk á 20 mínútna kafla.
Staðan eftir leiki gærdagsins er þessi:
|
Félag |
Leikir |
U-J-T |
Markatala |
Nettó |
Stig |
1 |
FH |
7 |
7-0-0 |
26-6 |
+20 |
21 |
2 |
KR |
7 |
5-1-1 |
21-13 |
+8 |
16 |
3 |
ÍA |
8 |
4-1-3 |
17-10 |
+7 |
13 |
4 |
Fram |
8 |
4-0-4 |
13-13 |
0 |
12 |
5 |
Fylkir |
8 |
3-2-3 |
16-15 |
+1 |
11 |
6 |
HK |
8 |
3-0-5 |
14-20 |
-6 |
9 |
7 |
Keflavík |
8 |
2-0-6 |
11-27 |
-16 |
6 |
8 |
Þór |
8 |
0-2-6 |
6-20 |
-14 |
2 |
Í fyrri hálfleik var leikurinn mikið til í járnum. Á 9. mínútu nýttu HK-menn sér þunga sóknarlotu Keflvíkinga og fóru upp hægri kantinn. Boltinn barst þar út á vinstri kant þar sem misskilningur varð á milli Brynjars og Ragnars og HK-menn nýttu sér það. Óverjandi fyrir Magga í markinu. Það sem eftir lifði hálfleiksins var barátta, barátta og aftur barátta á miðsvæðinu, sem kom niður á sóknarleik Keflvíkinga. Mikið var um að önnur og þriðja sending misheppnaðist og kann það ekki góðri lukku að stýra. Aron náði nokkrum sinnum að snúa á varnarmenn HK en sendingarnar rötuðu sjaldnast rétta leið. Með smá heppni í fyrri hálfleik hefði staðan orðið 1-1 en þar sem það er ekki til heppni í íþróttum var staðan 1-0 þegar góður dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Leikmenn voru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit þegar flautað var til seinni hálfleiks og voru menn einbeittir. Á 50. mínútu kom fyrirgjöf frá hægri kanti ætluð sóknarmanni HK en Maggi var nokkuð viss um að boltinn færi yfir. Honum til mikillar undrunar fór boltinn beint í markið í samskeytin fjær, stöngin inn, 2-0 HK í vil. Við þetta var komið að þessum hefðbunda feluleik Keflvíkinga þar sem þeir týnast uns næsta mark er skorað. Á 52. mínútu kom há fyrirgjöf frá vinstri kantmanni og virtist enginn hætta vera við Keflavíkurmarkið. Einn HK-maður gegn Jóa og Garðari Karls nær þó að skjótast á milli þeirra og setja boltann í markið, 3-0 HK í vil. Við þetta róuðust HK-ingar og Keflvíkingar settu inn meiri sóknarþunga. Nokkur færi sköpuðust en ekkert þeirra rataði í markið. Á 76. mínútu kom undarlegt atvik sem verður að skrifast á aðstoðardómara leiksins. Mikil þvaga er á miðsvæði Keflvíkinga og er boltanum spyrnt í átt að miðjuboga. HK-maður, greinilega rangstæður, situr eftir þegar sending berst yfir vörn Keflvíkinga, hirðir boltann og kemur boltanum framhjá Magga í markinu. 4-0 fyrir HK. Leikmenn Keflavíkur héldu áfram að spila boltanum og áttu það sem eftir var í leiknum. Nokkur færi fyrir utan teig, sem Aron og Óli Jón áttu, auk margra misheppnaðra sendinga upp við teig var uppskera erfiðsins. Það virðist því vera ansi erfitt að koma boltanum inn í markið fyrir okkar menn og því mun erfiðara að verjast einföldum sóknaratriðum, t.d. fyrirgjöfum. Góður fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands sagði eitt sinn við mig: "Ef lið stöðvar fyrirgjafir þá minnkum við líkur á marki um 90%". Eitthvað hefur hann haft til síns máls að segja, miðað við þróun þessa leiks.
Árni var yfirburðamaður á vellinum og var besti maður okkar. Ömmi, Raggi og Jói leystu einnig sitt hlutverk ágætlega. Aðrir leikmenn fá hrós fyrir að reyna að spila góðan fótbolta og hengja ekki haus þótt illa hafi gengið.
Næsti leikur er í Keflavík, miðvikudaginn 30. júlí á móti Fram.
Keflavík 3-5-2
Byrjunarlið:
1 Magnús Þormar (M)
2 Ragnar Magnússon
3 Ögmundur Erlendsson (F)
4 Jóhannes Bjarnason
5 Brynjar Magnússon (út 85´)
6 Björn Bergmann Vilhjálmsson (út 74´)
7 Þorsteinn Georgsson (út 50´)
8 Árni Þ. Ármannsson
9 Arnar Halldórsson (út 47´)
10 Aron Smárason
11 Ólafur Jón Jónsson
Varamenn:
12 Arnar Magnússon
13 Garðar Karlsson (inn 47´)
14 Fannar B. Gunnólfsson (inn 74´)
15 Garðar Sigurðsson (inn 50´)
16 Högni Þorsteinsson (inn 85´)
Starfsmenn:
Jóhann Emil Elíasson (þjálfari)
Magnús Daðason (aðstoðarþjálfari)
Ísak Jónsson Guðmann (sjúkraþjálfari)
Jóhann Emil Elíasson þjálfari skrifar