Álftanes - Keflavík á laugardag kl. 14:00
Næsti leikur okkar í 1. deild kvenna er útileikur gegn Álftanesi laugardaginn 9. júní. Leikurinn fer fram undir verndarvæng forsetans á Bessastaðavelli og hefst kl. 14:00. Dómari verður Þorleifur Andri Harðarson og aðstoðardómarar Ásgrímur Harðarson og Gunnar Oddur Hafliðason.
Stelpurnar okkar hafa byrjað tímabilið vel, gert jafntefli á útivelli gegn HK/Víkingi og unnið Tindastól nokkuð örugglega á heimavelli. Þær unnu svo góðan útisigur á Sindra í bikarnum í vikunni. Álftanes hefur tapað báðum sínum leikjum í deildinni, gegn Völsungi og Tindastóli, og liðið féll úr bikarnum gegn Fram.
Keflavík og Álftanes hafa leikið í sama riðli í 1. deildinni undanfarin tvö ár og áður árið 2004 þegar Álftnesingar sendu fyrst lið til leiks. Liðin hafa leikið sjö leiki og hefur Keflavík unnið þá alla. Fyrsta árið sáust stórar tölur í leikjum þessar liða en þær hafa farið snarlækkandi undanfarin ár.