Fréttir

Knattspyrna | 5. ágúst 2009

Allir í Laugardalinn!

Jæja, nú er verslunarmannahelgin liðin og fólk þarf nú að koma sér í annan gír, boltagírinn.  Stórleikur við Fram á morgun fimmtudag í Laugardalnum og ekkert annað en sigur kemur til greina.  Enda líður okkur Keflvíkingum vel í Laugardalnum.  Hörkubarátta um annað sætið í deildinni heldur áfram og Keflavík ætlar sér ekkert annað en það sæti og tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð.  Jóhann Birnir verður í banni hjá Keflavík og Paul McShane hjá Fram.  Keflavík vann fyrri leikinn 1-0 með marki frá Jóhanni Birni.  Keflavík er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig eftir 14 leiki.  Fram er í sjöunda sætinu með 15 stig eftir 13 leiki.

Að sjálfsögðu hvetjum við alla stuðningsmenn okkar að mæta í Laugardalinn og hvetja liðið til sigurs í þessum mikilvæga leik. Leikurinn hefst kl 19.15.

Áfram Keflavík,
Jón Örvar Arason                                                                                                              
Keflavík FC


Sigurmarkið í fyrri leik liðanna; aukaspyrna frá Jóa ratar í markið.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)