Alls staðar spáð 8. sæti
Það er orðin hefð að birta spár um frammistöðu liða í Pepsi-deildinni rétt áður en mótið hefst. Þar er spá fyrirliða, þjálfara og formanna liðanna venjulega efst á blaði en fjölmiðlar sem fjalla um deildina gera einnig sínar spár. Þegar spárnar eru skoðaðar þetta vorið er óhætt að segja að spámenn séu nokkuð vissir um að Keflavík endi í 8. sæti deildarinnar en það er niðurstaðan í öllum fimm spánum sem við skoðuðum. Aðeins tvö lið eru í sama sæti í öllum spánum, Keflavík í því áttunda og FH í efsta sætinu.
Svo er bara að sjá hvernig spárnar rætast en úrslitin ráðast auðvitað inni á vellinum.
KSÍ | Fótbolti.net | Morgunblaðið | Fréttablaðið/Vísir | 433.is | |
1 | FH | FH | FH | FH | FH |
2 | Stjarnan | KR | Stjarnan | KR | Stjarnan |
3 | KR | Stjarnan | KR | Stjarnan | KR |
4 | Breiðablik | Valur | Breiðablik | Breiðablik | Valur |
5 | Valur | Breiðablik | Valur | Fylkir | Breiðablik |
6 | Víkingur | Fylkir | Víkingur | Valur | Fylkir |
7 | Fylkir | Víkingur | Fylkir | Víkingur | Víkingur |
8 | Keflavík | Keflavík | Keflavík | Keflavík | Keflavík |
9 | Fjölnir | Fjölnir | ÍA | Fjölnir | Fjölnir |
10 | ÍA | ÍBV | ÍBV | ÍA | ÍA |
11 | ÍBV | ÍA | Fjölnir | ÍBV | Leiknir |
12 | Leiknir | Leiknir | Leiknir | Leiknir | ÍBV |