Allt til reiðu fyrir fyrsta leik
Nú þegar fyrsti leikur Landsbankadeildarinnar blasir við er gott að vita til þess að Keflavíkurvöllur skartar sínu fegursta og hefur aldrei verið betri. Vegna framkvæmda við nýja sundlaug þarf að gera nokkrar breytingar, m.a. munu leikmenn nota búningsklefa íþróttahússins við Sunnurbraut og þar er einnig salernisaðstaða fyrir vallargesti. Undanfarið hefur múgur og margmenni starfað við að koma vellinum og umhverfi hans í stand. Starfsmenn Nesprýði hafa unnið hörðum höndum og smiðir hafa sett upp girðingar fyrir auglýsingaskilti. Þá hafa starfsmenn knattspyrnudeildar, stjórnarmenn og ýmsir hjálparkokkar látið hendur standa fram úr ermum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er völlurinn fallegur á að líta og ljóst að engin ástæða er fyrir nokkurn mann að kvarta yfir þeirri aðstöðu sem boðið er upp á hér í Keflavík
Myndir: Jón Örvar Arason