Fréttir

Amelía Rún valin í U19
Knattspyrna | 4. september 2021

Amelía Rún valin í U19

Amelía Rún Fjeldsted heldur áfram að gera góða hluti og hefur verið valin í U19 ára landsliðið. 

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem leikur í undankeppni EM 2022.

Ísland er í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Serbíu, en leikið verður í Serbíu dagana 15.-21. september.

Við óskum Amelíu góðs gengis í komandi verkefnum með landsliðinu.