Fréttir

Knattspyrna | 16. mars 2010

Andri Steinn og Ómar Karl í Keflavík

Andri Steinn Birgisson og Ómar Karl Sigurðsson skrifuðu báðir undir samning hjá Keflavík í gærkvöldi.  Þeir ættu því að verða löglegir á miðvikudagskvöldið þegar Keflavík mætir Breiðablik í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni.

Andri Steinn er fæddur 1983.  Hann er miðjumaður og kemur frá Fjölni en hefur einnig spilað með Asker í Noregi, Grindavík, Fram, Víking R.,  Fylki og Aftureldingu.  Andri Steinn ræddi við nokkur félög hér á landi og valdi Keflavík að lokum.  Ein aðalástæðan fyrir þessari ákvörðun hans er að fá tækifæri til að spila undir stjórn Willum.

Ómar Karl er fæddur 1982 og er miðjumaður.  Hann spilaði síðast með Mandalskameratene frá Noregi og áður spilaði hann með Haukum árin 2002-2008.  Ómar Karl hefur spilað undir stjórn Willums þegar Willum þjálfaði Hauka árin 2000 og 2001.

Við bjóðum þá félaga velkomna til félagsins.


Óli Bjarna, Ómar Karl, Andri Steinn og Steini formaður.


Ómar og Andri skrifa undir.


Ómar Karl (tekur greinilega þátt í Mottu-mars).


Andri Steinn.