Fréttir

Knattspyrna | 20. október 2021

Anita Bergrán valin í úrtakshóp fyrir U16 kvenna

Á dögunun var Anita Bergrán Eyjólfsdóttir valin í úrtakshóp fyrir U16 kvenna.  Anita Bergrán er fædd árið 2006 og er ein af okkar mjög efnilegu knattspyrnukonum.  Hún er á eldra ári í 3. flokki en spilaði einnig með 2.flokki í sumar þar sem hún var markahæst.  Einnig hefur hún verið í mfl. kvenna hópnum undanfarið ár.  Það er allavega ljóst að hér er mikið efni á ferð og framtíðin björt.

Við erum stolt af Anitu

Áfram Keflavík