Fréttir

Knattspyrna | 20. júlí 2003

Annað jafntefli í 1. deildinni

Stjarnan og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli í 1. deildinni á föstudagskvöld en leikið var í Garðabænum.  Ólafur Gunnarsson kom Stjörnunni yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en Scott Ramsay jafnaði alveg undir lok hálfleiksins eftir að hafa komið inn á sem varamaður vegna meiðsla Ólafs Ívars.

Þetta er annað jafntefli liðsins í röð í deildinni og er forstkotið á toppnum að minnka en Víkingur og Þór unnu bæði sína leiki í 10. umferðinni.  Keflavík hefur þó enn 4 stiga forskot á Víkingana og 5 stiga forystu á Þór sem er í 3. sætinu.

Það er ljóst að nú er mikilvægt fyrir strákana að komast aftur á sigurbraut sem fyrst en næsti leikur er á heimavelli gegn Breiðablik á föstudaginn kl. 20:00.