Fréttir

Knattspyrna | 9. júní 2004

Annar stórsigur hjá kvennaliðinu

Meistaraflokkur kvenna lék annan leik sinn á Íslandsmótinu í gærkvöldi þegar þær heimsóttu UMF Bessastaða á Álftanesið.  Stelpurnar fylgdu eftir stórsigrinum á Haukum í fyrsta leiknum og gerðu enn betur í gær og unnu 12-0.  Bergey Erna Sigurðardóttir skoraði fjögur mörk í leiknum, Hrefna Magnea Guðmundsdóttir þrjú, Guðný Þórðardóttir skoraði tvö og þær Lilja Íris Gunnarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir og Inga Lilja Eiríksdóttir skoruðu sitt markið hver.

Liðið er þar með komið með tvo sigra og markatöluna 22-0 eftir tvo leiki í mótinu.  Næsti leikur er heimaleikur gegn HK/Víkingi miðvikudaginn 16. júní.  Þar verður um stórleik að ræða en allt útlit er fyrir að þessi tvö lið berjist um sigur í riðlinum.