Fréttir

Knattspyrna | 27. október 2010

Arna Lind í U-17 ára hópnum

Arna Lind Kristinsdóttir er í U-17 ára landsliðshópi kvenna sem kemur saman til æfinga um helgina.  Það stendur mikið til hjá liðinu en stelpurnar leika í milliriðli í Evrópukeppninni næsta vor eftir að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni með glæsibrag.  Arna Lind lék þá með liðinu í Búlgaríu.  Við óskum henni og félögum góðs gengis í verkefnum vetrarins.



Arna Lind í Búlgaríu.  Myndin er af Facebook-síðu KSÍ.