Arna Lind með U-17 ára landsliðinu
Arna Lind Kristinsdóttir leikur nú með U-17 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu sem haldið er í Danmörku. Arna Lind er afar efnilegur markvörður sem leikur með 3. flokki en hefur þegar leikið fimm deildarleiki með meistaraflokki Keflavíkur þrátt fyrir að verða 16 ára síðar í þessum mánuði. Hún átti mjög góða leiki þegar íslensku stelpurnar sigruðu Finna og töpuðu naumlega fyrir Þjóðverjum í hörkuleik. Arna Lind verður áfram í byrjunaliði Íslands sem leikur gegn Svíum í dag. Við óskum Örnu og félögum hennar góðs gengis í leikjunum framundan.
Arna Lind og byrjunaliðið gegn Þjóðverjum.
(Mynd af facebook-síðu KSÍ)