Arna Lind með U-17 ára liðinu
Arna Lind Kristinsdóttir er nú stödd með U-17 ára landsliði Íslands í Póllandi þar sem liðið tekur þátt í milliriðli Evrópukeppninnar. Arna Lind verður í marki Íslands gegn Pólverjum í dag en hún lék í 2-0 sigri gegn Englendingum á laugardaginn. Íslenska liðið leikur svo gegn Svíum á fimmtudaginn. Við óskum Örnu Lind og félögum góðs gengis í leikjunum framundan.
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi. Myndin er af Facebook-síðu KSÍ.