Fréttir

Knattspyrna | 21. október 2010

Árni Freyr með U-19 ára liðinu

Árni Freyr Ásgeirsson er nú staddur með U-19 ára landsliði Íslands í Wales þar sem liðið leikur í undankeppni Evrópukeppninnar.  Strákarnir fóru vel af stað í keppninni og unnu Kasakstan 4-0 í gær.  Árni Freyr stóð í marki Íslands í leiknum.  Íslenska liðið leikur næst við heimamenn í Wales á föstudag og síðan gegn Tyrkjum á mánudaginn.  Við óskum Árna Frey og félögum hans góðs gengis í leikjunum sem eftir eru.