Fréttir

Knattspyrna | 23. september 2008

Árni og Sigurbergur í U-17 ára liðinu

Keflvíkingarnir Árni Freyr Ásgeirsson og Sigurbergur Elísson eru í U-17 ára landsliði Íslands sem leikur í undankeppni Evrópumótsins hér á landi 24.-29. september.  Fyrsti leikur liðsins verður á miðvikudaginn gegn Sviss og fer sá leikur fram á Akranesvelli.  Við óskum piltunum og félögum þeirra góðs gengis í keppninni.


Árni Freyr og Sigurbergur.
(Mynd: Jón Örvar)