Árni og Sigurbergur í U-19 ára liðinu
Þeir Árni Freyr Ásgeirsson og Sigurbergur Elísson eru í leikmannahópi U-19 ára landsliðsins sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Norður-Írum. Leikirnir fara fram hér á landi, á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og Fylkisvelli, dagana 20. og 22. september. Kristinn R. Jónsson, þjálfari liðsins, hefur valið 22 leikmenn fyrir þessa leiki.
Við óskum drengjunum og félögum þeirra góðs gengis.
Árni Freyr og Sigurbergur ungir að árum.