Fréttir

Arnór Ingvi framlengir
Knattspyrna | 14. febrúar 2013

Arnór Ingvi framlengir

Arnór Ingvi Traustsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík um eitt ár og er því samningsbundinn til ársloka 2014.

Þetta er mikill fengur fyrir félagið enda er Arnór Ingvi geysilega efnilegur leikmaður og hefur reyndar verið einn besti leikmaður liðsins.  Arnór Ingvi er fæddur árið 1993 og verður tvítugur í apríl.  Hann hefur þegar leikið 33 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skorað í þeim sex mörk.  Síðasta sumar fór hann sem lánsmaður til norska liðsins Sandnes Ulf og lék 10 leiki í norsku úrvalsdeildinni.  Arnór Ingvi er nú leikmaður U-21 árs landsliðsins og hafði áður leikið með yngri landsliðunum.