Arnór Ingvi í U-21 árs liðið
Arnór Ingvi Traustason hefur verið valinn í U-21 árs landsliðs Íslands sem mætir Norðmönnum í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn verður í Drammen í Noregi þriðjudaginn 12. júní. Tveir leikmenn liðsins eru komnir í leikbann í keppninni og er Arnór Ingvi annar tveggja leikmanna sem hafa verið kallaðir til liðs við hópinn.
Arnór Ingvi er nýorðinn 19 ára og er því snemma mættur til leiks með U-21 árs liðinu en hann hefur þegar leikið með U-19 og U-17 ára landsliðunum. Arnór Ingvi lék fyrst í efstu deild árið 2010 og á að baki 24 deildarleiki þar sem hann hefur skorað fjögur mörk og auk þess hefur hann leikið tvo bikarleiki. Arnór hefur þegar vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Keflavík og er vel að því kominn að vera kominn í leikmannahóp ungmennalandsliðsins.
Við óskum Arnóri og félögum hans í landsliðinu góðs gengis gegn Norðmönnum.