Fréttir

Arnór Ingvi með þrennu og stórsigur gegn Leikni
Knattspyrna | 18. mars 2013

Arnór Ingvi með þrennu og stórsigur gegn Leikni

Keflavík stimplaði sig vel inn í Lengjubikarinn þetta árið með stórsigri á Reykjavíkurmeisturum Leiknis í Reykjaneshöllinni.  Lokatölur urðu 6-1 þar sem Arnór Ingvi Traustason gerði sér lítið og skoraði þrennu.  Hörður Sveinsson gerði tvö markanna og Magnús Þorsteinsson eitt.  Mark gestanna gerði Dánjal á Lakjuni.  Slóveninn Fuad Gazibegoivc lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík.

Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti riðilsins með fimm stig.  Næsti leikur er útileikur gegn Þór í Boganum á Akureyri laugardaginn 23. mars kl. 15:00.

Keflavík: Árni Freyr Ásgeirsson, Andri Fannar Freysson, Fuad Gazibegoivc (Ásgrímur Rúnarsson), Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Halldór Kristinn Halldórsson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þór Magnússon, Sigurbergur Elísson, Arnór Ingvi Traustason (Elías Már Ómarsson), Jóhann Birnir Guðmundsson (Theodór Guðni Halldórsson), Hörður Sveinsson (Magnús Sverrir Þorsteinsson).
Varamenn: Bergsteinn Magnússon, Bergþór Ingi Smárason, Arnór Svansson.

Myndir: Jón Örvar.
Liðsmynd: símamynd.

Að neðan: Arnór Svansson og Bergþór Ingi Smárason voru í leikmannahópnum í fyrsta sinn en þeir eru báðir 18 ára.