Fréttir

Arnór Ingvi og Sigurbergur til Sandnes
Knattspyrna | 14. júlí 2012

Arnór Ingvi og Sigurbergur til Sandnes

Þeir Arnór Ingvi Traustason og Sigurbergur Elísson munu dvelja hjá Sandnes Ulf í Noregi frá 17. til 20. júlí.  Strákarnir verða til reynslu hjá norska liðinu og munu æfa með því þessa daga.  Sandnes Ulf leikur í ár í efstu deild í Noregi í fyrsta sinn frá árinu 1940 en félagið kemur frá Sandnes sem er rétt sunnan við Stavanger.  Steinþór Þorsteinsson leikur með liðinu en hann lék með Breiðablik og Stjörnunni á sínum tíma og þá er Gilles Mbang Ondo fyrrverandi leikmaður Grindavíkur einnig í herbúðum Sandnes.

Þeir Arnór Ingvi og Sigurbergur eru tveir af okkar efnilegustu leikmönnum en þeir eru 19 og 20 ára gamlir.  Arnór Ingvi er þegar orðinn fastamaður í Keflavíkurliðinu og á að baki 29 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim sex mörk.  Sigurbergur skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2007 en hann varð þá yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar.  Hann hefur átt erfit uppdráttar vegna meiðsla undanfarin ár en hefur náð sér vel á strik í sumar og skoraði á dögunum fyrsta mark sitt í efstu deild þar sem hann er kominn með 15 leiki.