Fréttir

Arnór Ingvi til Sandnes
Knattspyrna | 15. ágúst 2012

Arnór Ingvi til Sandnes

Keflavík og norska félagið Sandnes Ulf hafa komist að samkomulagi um að Arnór Ingvi Traustason gangi í raðir Sandnes og verði hjá félaginu frá 15. ágúst til 1. desember.  Sandnes hefur forkaupsrétt á Arnóri á meðan leigusamningurinn er í gildi.
 
Arnór Ingvi er þegar orðinn lykilmaður í Keflavíkurliðinu þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall.  Hann á að baki 33 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim sex mörk.  Arnór hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í sumar og var m.a. í úrvalsliði fyrri hluta Pepsi-deildarinnar.
 
Knattspyrnudeildin óskar Arnóri  alls hins besta og góðs gengis í Noregi.