Fréttir

Knattspyrna | 26. maí 2005

Arsenalmaðurinn út tímabilið

Búið er að ganga frá samning við Sómalann.  Á æfingum undanfarið er hann búinn að vera til sóma og er von okkar að hann verði liðinu okkar til sóma út tímabilið, enda mun hann eflaust sóma sér vel í okkar góða hópi.

Sigurinn í kvöld var frábær og höfðu leikmenn orð á því að stuðningurinn úr stúkunni hefði heldur betur skilað sér.  Þegar stuðningsmenn eru svona öflugir þá eiga þeir ekkert annað skilið en sigur. 

Í hálfleik kom tónlistar- og útvarpsmaður úr stuðningsveit KR-inga að máli við mig og hrósaði Pumasveitinni í hástert.  Fannst lögin frábær og stemmningin sem þeir sköpuðu til fyrirmyndar.  Ég verð að segja að ég var mjög stoltur af Pumasveitinni þá, eins og ég er alltaf. 

Rúnar I. Hannah