Árskort á heimaleiki Keflavíkur
Við minnum á árskort á heimaleiki Keflavíkur sumarið 2010. Kortin gilda á alla heimaleiki liðsins í Pepsi-deildinni; athugið að kortin gilda ekki á leiki í VISA-bikarnum. Þau kosta aðeins 9000 kr. sem er auðvitað gjafverð fyrir allan þann gæðafótbolta sem fólk fær í staðinn. Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Knattspyrnudeildar við Skólaveg og það er upplagt að tryggja sér árskort fyrir fyrsta heimaleikinn.
Stuðningsmenn Keflavíkur, einstakir í sinni röð.