Fréttir

Knattspyrna | 27. apríl 2011

Ársmiðasala á fimmtudag og föstudag

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér ársmiða á heimaleiki Keflavíkur í sumar en fyrsti leikurinn verður á Nettó-vellinum næsta mánudag.  Ársmiðar verða seldir á skrifstofu Knattspyrnudeildar í Íþróttahúsinu við Sunnubraut á fimmtudag kl. 13:00 - 15:00 og á föstudag munu leikmenn meistaraflokks selja ársmiða í Nettó kl. 13:00 - 19:00.

Verð á miðanum er kr. 12.000 og gildir hann á alla heimaleiki í Pepsi-deildinni en fullt verð er 16.500.  Miðaverð á einstaka leiki verður kr. 1500.