Ársmiðasala í fullum gangi
Við minnum á að sala ársmiða á leiki Keflavíkur er nú í fullum gangi enda styttist óðum í fyrsta leik. Ársmiðar eru til sölu á skrifstofu Knattspyrnudeildar og kostar aðeins 8.000 kr. á alla heimaleiki Keflavíkur í Pepsi-deildinni. Einnig er hægt að skrá sig fyrir ársmiða á Facebook-síðunni Keflavík 2009. Miðar á einstaka leiki kosta 1.200 kr. en 1.000 kr. á Miði.is. Við minnum einnig á K-klúbbinn og Sportmenn.