Ásdís hætt með kvennaliðið
Ásdís Þorgilsdóttir þjálfari meistaraflokks kvenna hefur látið af störfum að eigin ósk. Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Ásdísi samstarfið og óskar henni góðs gengis. Við starfi hennar tekur Gunnlaugur Kárason og honum til aðstoðar verður Ágústa Líndal sem jafnframt tekur við af Gunnlaugi sem þjálfari 2. flokks. Þau eru boðin velkomin til starfa og væntir Knattspyrnudeild mikils af samstarfinu við þau.
Ásdís tekur við viðurkenninngu á lokahófi Knattspyrnudeildar 2005.
(Mynd: Jón Örvar Arason)