Knattspyrna | 3. október 2003
Ásdís þjálfar meistaraflokk kvenna
Ásdís Þorgilsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna. Ásdís er 28 ára gömul, íþróttakennari að mennt og starfar sem kennari við Myllubakkaskóla. Ásdís hóf knattspyrnuferil sinn með Keflavík en lék síðan með KR og vann fjölda titla með liðinu. Hún á að baki 138 leiki og 22 mörk í efstu deild og hefur leikið 11 landsleiki auk leikja með yngri landsliðum Íslands. Það er sannarlega mikill fengur fyrir kvennalið Keflavíkur að fá Ásdísi til liðs við sig og má vænta mikils af störfum hennar. Knattspyrnudeild býður Ásdísi velkomna til starfa og óskar henni góðs gengis.