Fréttir

Knattspyrna | 11. júlí 2008

Ásdís Þorgilsdóttir tekur við meistaraflokki kvenna

Ásdís Þorgilsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna út tímabilið í stað Salih Heimis Porca.  Ásdís þekkir vel til liðs Keflavíkur en hún þjálfaði liðið tímabilin 2004-2006 og var spilandi þjálfari 2004 og 2005.  Ásdís spilaði alla sína yngri flokka með Keflavík en fór síðan í KR og lék í 10 ár með meistaraflokki KR.  Við bjóðum Ásdísi velkomna til okkar aftur í Keflavík.


Ásdís í baráttu við Hólmfríði Magnúsdóttur í leik Keflavíkur og ÍBV tímabilið 2005.