Ásgrímur með U-17 ára liðinu
Ásgrímur Rúnarsson, leikmaður 3. flokks Keflavíkur, er nú með U-17 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu. Mótið fer fram í Þrándheimi í Noregi og íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik í dag gegn Skotum. Samkvæmt frétt á vef KSÍ verður Ásgrímur í byrjunarliðinu og við óskum honum og félögum hans góðs gengis.