Fréttir

Knattspyrna | 26. júlí 2005

Ásgrímur til HK

Varnarmaðurinn Ásgrímur Albertsson er genginn til liðs við HK eftir stutta dvöl hjá Keflavík.  Ási kom einmitt frá HK síðasta vetur en hefur ekki leikið mikið með í sumar.  Hann ákvað því að skipta aftur yfir í Kópavoginn og leika með HK í 1. deildinni það sem eftir er sumars.  Við þökkum Ása fyrir samstarfið og samveruna og óskum honum góðs gengis í framtíðinni.


Ási mundar kjuðann!
(Mynd:
Jón Örvar Arason)