Ásgrímur til HK
Varnarmaðurinn Ásgrímur Albertsson er genginn til liðs við HK eftir stutta dvöl hjá Keflavík. Ási kom einmitt frá HK síðasta vetur en hefur ekki leikið mikið með í sumar. Hann ákvað því að skipta aftur yfir í Kópavoginn og leika með HK í 1. deildinni það sem eftir er sumars. Við þökkum Ása fyrir samstarfið og samveruna og óskum honum góðs gengis í framtíðinni.
Ási mundar kjuðann!
(Mynd: Jón Örvar Arason)